fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Fréttir

Ný bílalúga Bæjarins beztu opnuð á Dalvegi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 9. júlí 2021 09:00

Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjarins beztu pylsur opna í nýrri og endurbættri Orkustöð að Dalvegi í dag. Þetta er annar staðurinn sem Bæjarins beztu opna innan veggja Orkunnar en fyrir eru þeir á Orkunni Vesturlandsvegi. Á Dalvegi mun einnig vera afgreitt í gegnum bílalúgu.

„Þetta er fyrsta bílalúgan sem Bæjarins beztu opna og sennilega aldrei verið auðveldara að gæða sér á bestu pylsum bæjarins!“ segir Baldur Ingi Halldórsson, framkvæmdastjóri Bæjarins beztu.

Í tilefni opnunarinnar verða tvær pylsur og kók á 500 krónur í dag.

Umfangsmiklar framkvæmdir hafa átt sér stað á Orkustöðinni á Dalvegi undanfarnar vikur. „Við lokuðum versluninni tímabundið meðan við tókum hana alveg í gegn og erum spennt að opna nýja og endurbætta aðstöðu – vonandi hafa framkvæmdirnar ekki valdið of miklum óþægindum fyrir viðskiptavini okkar“ segir Vífill Ingimarsson rekstrarstjóri Orkunnar.

Orkustöðin að Dalvegi er ein vinsælasta bensínstöð landsins, en þar býður Orkan sitt lægsta verð án allra skilyrða og því mikil umferð af fólki þar daglega. „Við höfum nú þegar uppfært verslanir okkar á Vesturlandsvegi og Suðurfelli og nú var röðin komin að Dalvegi, markmið okkar með endurbótunum er að skapa betri upplifun fyrir viðskiptavini okkar og koma til móts við þá í amstri dagsins,“ segir Vífill.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðir frétti af hrottalegri árás á son sinn í útvarpinu – „Ég vissi að þetta var hann þegar minnst var á snákinn“

Móðir frétti af hrottalegri árás á son sinn í útvarpinu – „Ég vissi að þetta var hann þegar minnst var á snákinn“
Fréttir
Í gær

Ræða átökin um veiðigjöldin og uppgjör Síldarvinnslunnar – „Þvert á það sem umræðan um veiðigjöldin gekk út á“

Ræða átökin um veiðigjöldin og uppgjör Síldarvinnslunnar – „Þvert á það sem umræðan um veiðigjöldin gekk út á“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ástríðuverkefni Ingileifar í loftið – „Tileinkuð Ólöfu Töru heitinni, sem segir sína sögu“

Ástríðuverkefni Ingileifar í loftið – „Tileinkuð Ólöfu Töru heitinni, sem segir sína sögu“