Breiðablik, FH og Stjarnan hefja í kvöld leik í Sambandsdeild UEFA, nýrri Evrópukeppni sem er klassa neðar en Evrópudeildin.
Um er að ræða fyrsta tímabil keppninnar. Hún á að veita félögum frá minni löndum, eins og Íslandi, aukna möguleika á að komast í riðlakeppni í Evrópu.
Breiðablik heimsækir Racing FC Union til Lúxemborgar. Leikurinn hefst klukkan 17 að íslenskum tíma.
FH tekur þá á móti Sligo Rovers frá Írlandi í Kaplakrika. Sá leikur hefst klukkan 18.
Loks fær Stjarnan Bohemian FC í heimsókn. Liðið er einnig frá Írlandi. Leikurinn hefst klukkan 19:45.
Um er að ræða fyrri leiki liðanna í 1. umferð forkeppninnar. Seinni leikirnir fara fram eftir viku.