Forsíður ensku blaðanna hylla að sjálfsögðu enska landsliðið í fótbolta eftir sigur liðsins gegn Danmörku í undanúrslitum Evrópumótsins í gær. England er komið í úrslitaleik á mótinu í fyrsta sinn.
Margar forsíðurnar eru svipaðar en sumt stendur þó upp úr. The Sun gerði til að mynda grín að Dönum með því að vísa í fræga Carlsberg-auglýsingu. Þar segir ,,Líklega besta tilfinning í heimi.“ Carlsberg er þekkt fyrir það að segja ,,Líklega besti bjór í heimi“ í auglýsingum sínum.
Hér fyrir neðan má sjá samantektina.