Björgólfur Thor Björgólfsson var á meðal gesta á leik Englands og Danmerkur í undanúrslitum Evrópumótsins í gær. Þar var hann staddur ásamt þekktum einstaklingum, til að mynda knattspyrnugoðsögninni David Beckham.
Björgólfur og Beckham eru góðir vinir og hafa til að mynda reglulega farið til Íslands í veiðiferðir í gegnum tíðina.
Með þeim á vellinum voru einnig Dave Grutman, þekktur skemmti- og veitingastaðaeigandi í Bandaríkjunum og kvikmyndaframleiðandinn Guy Ritchie.
Hér fyrir neðan má sjá myndband af þeim félögum á Wembley í gær.
Hvað leikinn varðar þá unnu Englendingar 2-1 sigur í framlengdum leik. Þeir mæta Ítölum í úrslitaleik Evrópumótsins á sunnudag.