Ítalía og Spánn mættust í undanúrslitum á Evrópumótinu í knattspyrnu. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma en Ítalía hafði betur eftir vítaspyrnukeppni.
Spánverjar stjórnuðu leiknum í fyrri hálfleik og voru hættulegir fram á við en náðu þó ekki að skapa sér dauðafæri. Markalaust var í hálfleik.
Chiesa kom Ítölum yfir á 60. mínútu með frábæru skoti. Spánverjar sóttu stíft eftir markið og uppskáru á 80. mínútu þegar Morata jafnaði leikinn eftir skemmtilegt spil Spánverja. Staðan var því 1-1 eftir venjulegan leiktíma og þá tók framlenging við. Ekkert var skorað í framlenginu og því var gripið til vítaspyrnukeppni.
Ítalir klikkuðu úr fyrstu spyrnunni en skoruðu úr næstu fjórum á meðan Spánverjar klikkuðu á tveimur. Ítalir eru því komnir í úrslitaleik EM 2020.
Ítalía 1 – 1 Spánn
1-0 Chiesa (´60)
1-1 Morata (´80)