fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Formaður Samfylkingarinnar sagður vera í miklum vandræðum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 6. júlí 2021 19:00

Logi Einarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, hefur eftir ónefndum Samfylkingarmanni að almennir flokksmenn í Samfylkingunni hafi heilt yfir litla trú á formanni sínum, Loga Einarssyni. Þetta kemur fram í pistli á Viljanum, sem hefst á þessum orðum:

„Samfylkingin er í logandi vandræðum nú þegar styttist í haustkosningar. Fylgið er í frjálsu falli eftir að hafa verið með allra bærilegasta móti stóran hluta kjörtímabilsins og uppstillingar í einstökum kjördæmum hafa skilið eftir sig djúp sár.“

Skoðanakannanir sýna mjög dvínandi fylgi Samfylkingarinnar og í síðustu könnun Gallup var það komið undir 10 prósent. Framan af kjörtímabilinu stefndi í góðan sigur flokksins í næstu kosningum. Skoðanakannanir sýndu fyrst hrapandi fylgi flokksins eftir birtingu framboðslista í Reykjavík sem voru ákveðnir af uppstillingarnefnd en ekki voru haldin prófkjör. Var þar nokkrum reynslumiklum þingmönnum ýtt til hliðar og nýtt fólk tók efstu sætin. Þetta olli sárindum og deilum.

Í pistli Viljans er því haldið fram að Logi hafi fært flokkinn lengra til vinstri en mörgum gamalgrónum krötum líki. Þá er því haldið fram að Samfylkingarmenn líti fremur til Katrínar  Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanns VG, sem leiðtoga en Loga. Logi sé hinn vænsti maður en hann hafi lítið roð við formönnum stjórnarflokkanna.

„Sagði þingmaðurinn að fáir innan Samfylkingarinnar trúi því í reynd að Logi geti orðið betri forsætisráðherra en hin vinstri græna Katrín og það sé stórt vandamál þegar styttist í kosningar,“ segir í pistlinum.

Er því spáð að Logi muni eiga erfitt uppdráttar í kappræðum við Kötu, Bjarna Ben og Sigurð Inga í kosningabaráttunni í haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Það kostar mikið að halda úti eldsneytisinnviðum á Íslandi

Framkvæmdastjóri N1: Það kostar mikið að halda úti eldsneytisinnviðum á Íslandi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp