fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fréttir

Kona áreitt í strætisvagni – Grét undan manninum en enginn kom til hjálpar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 6. júlí 2021 17:33

Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki með beinum hætti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður áreitti unga konu í strætisvagni í gærkvöld, alla leið frá Ráðhúsi Reykjavíkur og upp í Seljahverfi. Konan bað manninn margsinnis um að láta sig í friði og grét undan áreitni hans.

Kona sem er nákomin ungu konunni segir að um sjö manns hafi setið rétt fyrir aftan sætin þar sem þetta átti sér stað en enginn hafi aðhafst neitt. Þá hafi vagnstjóri ekki skipt sér af áreitninni.

Konan birtir eftirfarandi færslu um málið í Facebook-hópnum „Íbúasamtökin Betra Breiðholt“:

„Bið ykkur um að sýna samfélagsábyrgð í strætó og horfið ekki fram hjá þegar ókunnugur maður er í strætó og er sýnilega að áreita unga konu sem vill ekkert við hann tala. Það voru allavega 7 manns sem sátu fyrir aftan þessa ungu konu og takið eftir gerðu ekkert og sögðu ekkert til að stoppa þetta augljósa ofbeldi af. Strætóbílstjóri gerði heldur ekkert alla leiðina frá Ráðhúsi í Seljahverfi í leið 3.

Þetta er alvarlegt að við borgarar sýnum ekki samfélagsábyrgð þrátt fyrir grátur ungu konunnar og ítrekað bað hann að láta sig í friði.

Hverskonar samfélag viljum við vera?

Þessi unga kona fær nú skýr skilaboð að öllum er sama og hvað þá í almenningsvagni.

Skömmin er okkar“

Fram kemur í umræðum undir færslunni að atvikið hefur verið tilkynnt til lögreglu. Svo virðist sem hún hafi upphaflega ekki verið sjálf í vagninum en hún svarar spurningu þess efnis þannig: „Nákomin mér og við fjölskyldan komum henni til bjargar og kölluðum til lögreglu.“

Konan segir jafnframt að atvikið hafi átt sér stað um kl. 23 í gærkvöld og ennfremur segir hún: „Ég er bæði reið og hrygg.“

Draga megi í efa að vagnstjórinn hafi vitað af atvikinu

DV reyndi árangurslaust að ná sambandi við konuna sem skrifaði færsluna. Einnig var haft samband við Guðmund Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúa Strætó. Aðspurður segir Guðmundur að atvik sem þessi séu alls ekki óþekkt. Hann segir hins vegar að draga megi í efa að vagnstjórinn hafi vitað af áreitninni:

„Ef það eru ekki beinlínis læti þá getur verið erfitt fyrir vagnstjórann að spotta svona. Hann sér kannski bara fólk í baksýnisspeglinum og það eru einhverjir að tala.“

Guðmundur ráðleggur fólki sem verður fyrir áreitni að ræða við vagnstjórann sem þá skipar þeim sem í hlut á að færa sig á annan stað í vagninum. Aðspurður segir Guðmundur að útbúinn hafi verið leiðarvísir fyrir starfsfólk varðandi uppákomur af þessu tagi. Hins vegar þurfi að hafa í huga að atvik og aðstæður geti verið mjög ólík.

Ef vagnstjóri verður var við áreitni þurfi hann að „meta tilvikið og freista þess að aðskilja aðilana. Stundum dugar fyrir vagnstjórann að biðja þann sem áreitir að halda sig annars staðar í vagninum. Ef viðkomandi verður ekki við þessu er næsta skref hjá vagnstjóranum að stöðva vagninn á næstu stoppistöð og segja farþeganum að yfirgefa vagninn. Ef hann neitar því er komið að því að kalla til lögreglu. Þannig að það eru mismunandi stig í þessu,“ segir Guðmundur.

Aðstæður geta þó orðið enn alvarlegri: „Ef allt fer í skrúfuna, einhver tryllist í vagninum eða verður mjög ógnandi, þá ber að stöðva vagninn og opna allar dyr svo það séu flóttaleiðir fyrir aðra farþega.“

Guðmundur segir að starfsfólk megi ekki fara líkamleg átök við farþega, það þurfi að kalla til lögreglu. Hann segir að margoft hafi orðið að kalla til lögreglu vegna ofsafenginnar framkomu í strætisvagni og lögregla hafi þá fjarlægt viðkomandi farþega.

Guðmundur minnir jafnframt á borgaralega samstöðu í svona tilvikum en fólk hafi tilhneigingu til að líta undan og skipta sér ekki af. Mikilvægt sé hins vegar að láta vagnstjóra vita af því ef einhver sýnir óásættanlega hegðun í vagninum. „Ég vil líka benda á að þetta er almenningsrými og við þurfum öll að standa saman og hjálpast að.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“