fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Snæbjörn og Heiðar hætta vegna ummæla sinna um eyjamenn – „Við fórum gjörsamlega yfir strikið og við skömmumst okkar“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 6. júlí 2021 14:27

Heiðar Sumarliðason (t.v.) og Snæbjörn Brynjarsson. Kynningarmynd fyrir þáttinn Eldur og brennisteinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn Eldur og brennisteinn mun ekki halda áfram göngu sinni eftir ummæli sem þáttarstjórnendur hans, Snæbjörn Brynjarsson og Heiðar Sumarliðason, létu falla í þætti í vikunni. Þar fjölluðu þeir um kynferðisbrot og nauðgunarmenningu í sambandi við Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, og létu til að mynda hafa eftir sér að Herjólfsdalur væri nauðgaradalur.

Ákvörðun þeirra var tilkynnt í færslu á Facebook-síðu þáttarins fyrir skömmu. Þar kemur fram að það hafi verið þeir Snæbjörn og Heiðar sem tóku ákvörðunina. Jafnframt ítreka þeir afsökunarbeiðni sína.

„Eftir að hafa rætt við fólk í Vestmannaeyjum, heyrt upplifun þeirra og farið yfir framgöngu okkar í þættinum langar okkur að ítreka afsökunarbeiðni okkar. Við fórum gjörsamlega yfir strikið og við skömmumst okkar fyrir framgöngu okkar í þættinum. Við viljum biðja alla íbúa Vestmannaeyja auðmjúklega afsökunar.

Við höfum ákveðið að láta staðar numið með Eld og brennistein. Við erum einlæglega leiðir yfir þessu og vonsviknir með eigin framgöngu. Við vonum innilega að Vestmanneyingar sjái að okkur þyki þetta í raunverulega leitt og að við viljum axla ábyrgð á þessum mistökum okkar.“

DV fjallaði um málið í gær í kjölfar þess að Svava Grétarsdóttir, íþróttafréttakona Stöðvar 2, gagnrýndi þá Snæbjörn og Heiðar á Twitter. Í kjölfarið sendu þeir frá sér yfirlýsingu með afsökunarbeiðni, þar sem þeir settu jafnframt út á fréttaflutning DV, en þeim fannst samhengi ummælanna ekki koma nægilega skýrt fram.

Sjá einnig: Sögðu Eyjamenn nauðga líkt og það væri íþrótt – „Þeir þurfa að svara fyrir þessi orð“

Sjá einnig: Heiðar og Snæbjörn biðjast afsökunar

Ummælin sem voru sérstaklega gagnrýnd komu í kjölfar lesturs á textabroti þar sem nauðganir í Vestmannaeyjum voru dásamaðar, þá sögðu þeir:

„Það er eins og þetta sé einhver íþrótt innfæddra að nauðga konum sem koma frá meginlandinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“
Fréttir
Í gær

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“