fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
Fréttir

Skorar á þjóðhátíðarnefnd að endurskoða ákvörðunina um Ingó – Undirskriftalisti stofnaður

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 6. júlí 2021 14:00

Ingó Veðurguð og Tryggvi Más Sæmundsson. Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri og útflutningsstjóri, hefur hrundið af stað undirskriftasöfnun undir áskorun á þjóðhátíðarnefnd Vestmannaeyja um að nefndin dragi til baka þá ákvörðun að afbóka tónlistarmanninn Ingólf Þórarinsson, Ingó Veðurguð, sem stjórnanda brekkusöngsins á þjóðhátíðinni í sumar.

Yfirlýsing um málið er birt á eyjar.net og þar er jafnframt tengill inn á síðu undirskriftarsöfnunarinnar. Í tilkynningunni segir:

„Í gær tilkynnti þjóðhátíðarnefnd að Ingólfur Þórarinsson kæmi ekki fram á Þjóðhátíð í ár. Með fylgdi texti um að þessi ákvörðun nefndarinnar svaraði fyrir sig sjálf og yrði ekki rædd frekar af hennar hálfu.

Ekkert nýtt hafði komið fram í umræðunni um málið milli þess að Ingó var tilkynntur til leiks þar til að nefndin bognaði og tilkynnti um afbókun listamannsins.

Engin meint fórnarlömb hafa stigið fram. Meira að segja öfgahópurinn segist ekki hafa nafngreint neinn. Hvorki meinta þolendur né meintan geranda.

Kjarni málsins er þessi: Það er ótækt með öllu að dómstóll götunnar stjórni því hverjir komi fram á viðburðum á Íslandi. Engin kæra liggur fyrir og því er engin rannsókn í gangi af hálfu lögreglunnar.

Því er það mikilvægt að landsmenn aðstoði þjóðhátíðarnefnd ÍBV að endurskoða þá ákvörðun um að afbóka Ingó á Þjóðhátíð. Það er gert með því að skrifa undir undirskriftarlista sem aðgengilegur er hér.“

Þegar þessi frétt var skrifuð var liðin klukkustund síðan undirskriftarlistinn var settur upp og höfðu 50 skrifað undir. Sjá nánar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Kristrún og Daði taka ekki undir með Ingu: „Það er ekkert slíkt til skoðunar“

Kristrún og Daði taka ekki undir með Ingu: „Það er ekkert slíkt til skoðunar“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Trump birti myndband af því þegar ellefu fíkniefnasmyglarar voru sprengdir í loft upp

Trump birti myndband af því þegar ellefu fíkniefnasmyglarar voru sprengdir í loft upp
Fréttir
Í gær

Play vísar orðum Jóns Þórs alfarið á bug – „Ummæli sem ekki er hægt að túlka öðruvísi en rangfærslur og dylgjur í garð Play“

Play vísar orðum Jóns Þórs alfarið á bug – „Ummæli sem ekki er hægt að túlka öðruvísi en rangfærslur og dylgjur í garð Play“
Fréttir
Í gær

Rósa kom Snorra til varnar og uppskar hörð viðbrögð

Rósa kom Snorra til varnar og uppskar hörð viðbrögð