fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Hryllilegt ofbeldi gegn eiginkonu sem varði dögum saman – Bauð henni út að borða og barði síðan með járnkylfu

Erla Hlynsdóttir
Þriðjudaginn 6. júlí 2021 14:30

Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður var í gær dæmdur í tveggja ára og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir fjölda alvarlegra ofbeldisbrota gagnvart nokkrum einstaklingum, þar á meðal gegn þáverandi eiginkonu sinni, og fíkniefna- og umferðarlagabrot.

Til frádráttar refsingu kemur gæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt óslitið frá 22. janúar 2021 til dagsins í dag. RUV greindi fyrst frá dómnum.

Maðurinn var dæmdur fyrir brot í nánu sambandi gegn þáverandi eiginkonu sinni á heimili þeirra í Reykjavík þar sem hann veittist með ofbeldi gegn henni með því að reka hné í síðu hennar með þeim afleiðingum að hún hlaut loftbrjóst, mar á lunga og rifbeinsbrot, og þurfti hún að leggjast inn á hjarta- og lungnaskurðdeild vegna áverkanna.

Hann var ákærður fyrir að frelsissvipta konuna dagana 17.-21. janúar 2021 með því að halda henni nauðugri á heimili þeirra, varna henni útgöngu með því að byrgja fyrir útganga íbúðarinnar og koma þar fyrir bæði tómum áldósum og ýlu sem myndu gera honum viðvart ef hún ætlaði að reyna að komast út.  Hann var sýknaður af ákæru um frelsissviptingu.

Myndefni lögreglu úr íbúðinni sýndi að þar var talsverð óreiða, óþrifnaður og drasl – meira en tíðkast almennt á heimilum. Að mati dómsins var ekkert fullyrt um hvort hann hafi búið svo um hnútana til að varna henni útgöngu eða hvort aðrar ástæður skýrðu ummerki í íbúðinni. Þá hafi ekkert haldbært í rannsóknargögnum sýnt fram á að hann hafi sett upp ýlubúnað.

Þá sagði konan manninn hafa tekið af sér símann og ekkert net hafi verið í íbúðinni þá daga sem hún sagðist hafa verið frelsissvipt. Auk þess hafi hann meinað henni með nauðung að víkja frá sér þegar þau yfirgáfu íbúðina í nokkur skipti á tímabilinu. Hún sagði við skýrslutöku að hann hefði alltaf verið með hníf þegar þau yfirgáfu íbúðina saman.

Hún náði að flýja frá honum þegar þau voru stödd í verslunarkjarnanum Hólagarði í Breiðholtinu í Reykjavík. Konan komst þá inn á pítsustað Domino´s þar sem lögreglan var kölluð til. Þegar lögregla kom á vettvang sat konan á gólfinu, bak við afgreiðsluborðið, í miklu uppnámi. Næsta dag var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald.

Sagði „… að hann elskaði hana meira þegar hún væri svona marin og blá“

Á tímabilinu þegar konan sagðist hafa verið frelsissvipt hótaði maðurinn henni líkamsmeiðingum og beitti hana ofbeldi með því að slá hana ítrekað víðs vegar um líkamann og í höfuðið með krepptum hnefa.  Auk þess var hann var ákærður fyrir að stinga hana í nokkrum sinnum með eldhúshníf í báða upphandleggi en hann var sýknaður af þeim ákærulið. Hann lamdi hana einnig með 35,5 cm langri járnkylfu sem vó tæp 1,4 kíló. Af þessu hlaut hún margs konar áverka.

Við skýrslutöku greindi konan frá því að sunnudaginn 17. janúar 2021 hafi maðurinn „… sýnt henni hlýju  með  tilteknum  hætti  og  boðið  henni  á  veitingastað.  Áfengi  hefði  verið  haft  um hönd. Á leiðinni heim hefði ákærða fipast við aksturinn og gert hana skelkaða. Hún hefði því orðið reið og skammað hann. Þegar heim var komið hefði ákærði, þar sem hann stóð í forstofunni, sagt við hana að djöfullinn væri kominn og að hann vildi að hann tæki líf hennar. “

Þá sagði hún að „.Hann hefði kallað hana ljótum nöfnum en einnig talað um að hann elskaði hana meira þegar hún væri svona marin og blá.“ Dagana fyrir ofbeldið  hafi maðurinn verið búinn að gera teikningu af fimm arma djöflastjörnu og verið með tilbeiðslu þar sem blóð kom við sögu.

Blóð á teikningu af djöflastjörnunni

Samkvæmt skýrslu tæknideildar fannst blóð á sófa, vegg, spegli, rúmfatnaði og teikningu í íbúðinni.  Um var að ræða blýantsteikningu með hring utan um fimm arma stjörnum og áletrunin LUCIFER verið rituð réttsælis umhverfis hringinn og talan 6 skrifuð inn í þrjá arma stjörnunnar. „Í miðju stjörnunnar var áletrunin […] Meistari […]“ segir dómnum og kámað blóð yfir skammstöfunum.

Maðurinnn sætti geðrannsókn að kröfu lögreglustjóra og samkvæmt hans mati er maðurinn talinn hafa verið verulega „paranoid“ og í geðrofsástandi dagana sem ofbeldið gegn konunni stóð yfir, og „… var talið að yfirgnæfandi líkur væru á því að það ástand hefði orðið vegna neyslu hans á vímuefnum vikurnar á undan.“

Við skýrslutöku sagðist konan einnig hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu mannsins í maí 2020. Hún hefði þá leitað á bráðamóttöku en maðurinn hótað henni frekar ofbeldi ef hún leitaði til lögreglu.

Árásir gegn fleirum

Maðurinn var einnig dæmdur fyrir að hafa í apríl 2018 ráðist á manneskju með höggum og ofbeldi með þeim afleiðingum að hún hlaup fjölda andlits- og beináverka, brot á fjölda andlitsbeina, blæðingu í kinnholum auk rifbeinsbrots. Árásin átti sér stað í lyftu í anddyri fjölbýlishúss.

Hann var dæmdur fyrir enn eina líkamsárásina sem átti sér stað í júní 2020 og átti sér stað inni á pítsastaðnum Devito´s Pizza við Laugarveg í Reykjavík þar sem hann tók stól og sló honum í átt að konu sem skýldi sér með öðrum stól. Konan hljóp síðan út og hélt útidyrahurðinni á veitingastaðnum þannig að maðurinn kæmist ekki út, en hann kastaði þá tveimur vatnskönnum í áttina til hennar með þeim afleiðingum að könnurnar brotnuðu, læsing hurðarinnar og handfang skemmdist.

Þá framdi hann einnig líkamsárás gegn annarri konu í júlí 2020 fyrir utan veitingastað þar sem hann veittist að henni með ofbeldi, ýtti henni í jörðina og sparkaði í hana og sló með þeim afleiðingum að hún hlaut mar og bólgur.

Samkvæmt dómi er maðurinn sviptur ökurétti í fjögur ár. Gerð voru upptæk rúm 60 grömm af amfetamíni, rúmlega hálft annað kíló af óþekktu efni og ein tafla af óþekktu efni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“
Fréttir
Í gær

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“