fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fréttir

Íslandshótel til Securitas

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 6. júlí 2021 10:35

Frá vinstri: Haukur Sörli Sigurvinsson sölustjóri Securitas, Hjörtur Valgeirsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Íslandshótela, Oddsteinn Björnsson viðskiptastjóri hjá Securitas og Guðlaugur Sæmundsson innkaupastjóri Íslandshótela. Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslandshótel og Securitas hafa gert með sér samning þess efnis að Securitas taki yfir öll öryggismál hótelkeðjunnar, sem er sú stærsta á landinu en um 500 manns starfa hjá keðjunni.

„Það er okkur mikil ánægja að vera treyst fyrir starfsemi Íslandshótela sem er með 17 hótel á sínum snærum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Framundan er m.a. stækkun á Grand Hótel Reykjavík, ásamt því að ljúka byggingu nýs hótels miðsvæðis í Reykjavík og því næg verkefni framundan,“ segir Haukur Sörli Sigurvinsson sölustjóri hjá Securitas.

Samningurinn er gerður til næstu fimm ára og er um að ræða heildarsamning sem tekur á öllum öryggisþáttum og úttektum hótelkeðjunnar – það er vöktun, gæslu, og öryggisráðgjöf, ásamt tæknilegri þjónustu við keðjuna í heild.

„Við hjá Íslandshótelum erum ánægð með að samningur við Securitas er í höfn, en öryggismál eru mikilvægur hlekkur í daglegum rekstri hótelanna. Við gerum miklar kröfur um fagmennsku og gæði og teljum okkur hafa tekið farsælt skref í öryggismálum keðjunnar með þessum samningi, gestum okkar til heilla,” segir Hjörtur Valgeirsson framkæmdastjóri rekstrarsviðs Íslandshótela.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Í gær

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“