fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Íslandshótel til Securitas

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 6. júlí 2021 10:35

Frá vinstri: Haukur Sörli Sigurvinsson sölustjóri Securitas, Hjörtur Valgeirsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Íslandshótela, Oddsteinn Björnsson viðskiptastjóri hjá Securitas og Guðlaugur Sæmundsson innkaupastjóri Íslandshótela. Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslandshótel og Securitas hafa gert með sér samning þess efnis að Securitas taki yfir öll öryggismál hótelkeðjunnar, sem er sú stærsta á landinu en um 500 manns starfa hjá keðjunni.

„Það er okkur mikil ánægja að vera treyst fyrir starfsemi Íslandshótela sem er með 17 hótel á sínum snærum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Framundan er m.a. stækkun á Grand Hótel Reykjavík, ásamt því að ljúka byggingu nýs hótels miðsvæðis í Reykjavík og því næg verkefni framundan,“ segir Haukur Sörli Sigurvinsson sölustjóri hjá Securitas.

Samningurinn er gerður til næstu fimm ára og er um að ræða heildarsamning sem tekur á öllum öryggisþáttum og úttektum hótelkeðjunnar – það er vöktun, gæslu, og öryggisráðgjöf, ásamt tæknilegri þjónustu við keðjuna í heild.

„Við hjá Íslandshótelum erum ánægð með að samningur við Securitas er í höfn, en öryggismál eru mikilvægur hlekkur í daglegum rekstri hótelanna. Við gerum miklar kröfur um fagmennsku og gæði og teljum okkur hafa tekið farsælt skref í öryggismálum keðjunnar með þessum samningi, gestum okkar til heilla,” segir Hjörtur Valgeirsson framkæmdastjóri rekstrarsviðs Íslandshótela.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“
Fréttir
Í gær

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“