fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Ísland klofið í tvennt í máli Ingó – Þetta finnst fólki um ákvörðun þjóðhátíðarnefndar

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 6. júlí 2021 13:00

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær hófst könnun á DV.is þar sem lesendur voru spurðir út í ákvörðun þjóðhátíðarnefndar að taka Ingólf Þórarinsson, betur þekktan sem Ingó Veðurguð, af dagskrá Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum, en þar átti hann að sjá um brekkusönginn í níunda skipti.

Líkt og flestir vita hafa meira en 30 ásakanir á hendur Ingó birst á samfélgasmiðlum á síðustu dögum, en þar er hann sakaður um kynferðislegt ofbeldi. Sjálfur hefur hann neitað ásökununum, og hyggst leita réttar síns.

Ljóst er að um mikið hitamál er að ræða þar sem fólk hefur skiptar skoðanir og því spurði DV lesendur sína:

„Var það rétt ákvörðun hjá Þjóðhátíðarnefnd að láta Ingó ekki annast brekkusönginn í ár?“

Niðurstöður könnunarinnar eru ansi áhugaverðar. Svarahlutfalllið var hnífjafnt: 46.3% sögðu ákvörðun þjóðhátíðarnefndar vera rétta, en 53.7% sögðu hana ranga, en hátt í 20 þúsund manns hafa tekið þátt. Vert er að taka fram að könnunin er ekki vísindaleg, en þó gefur hún sterklega til kynna hversu skiptar skoðanir fólks eru á málinu.

Könnunin vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum, og deildu margir netverjar henni. Þá hvatti fólk sérstaklega aðra til að kjósa. Það ýtir ef eitthvað er enn frekar undir það hversu heitt málið er í íslensku samfélagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“
Fréttir
Í gær

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“