fbpx
Föstudagur 05.september 2025
Fréttir

Erill hjá lögreglunni – Reyndi að stinga af – Ekið á ljósastaur

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. júlí 2021 05:24

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan 17 í gær þar til klukkan 05 í morgun. 93 mál voru skráð í dagbók lögreglunnar og telst það mikið á virkum degi. Mörg verkefnanna snerust um fólk sem var í annarlegu ástandi.

Skömmu eftir klukkan 17 var tilkynnt að bifreið hefði verið ekið á ljósastaur í miðborginni og síðan á brott. Lögreglumann stöðvuðu akstur ökumannsins skömmu síðar og reyndist hann vera í annarlegu ástandi. Hann sagðist hafa verið að tala í farsíma og hafi því verið utan við sig og ekið á staurinn. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Á öðrum tímanum í nótt sáu lögreglumenn þegar bifreið var ekið á umferðarmerki. Þegar þeir ætluðu að ræða við ökumanninn vildi hann ekkert við þá ræða og reyndi að komast undan. Við það ók hann utan í kyrrstæða bifreið og síðan á brott. Honum var veitt eftirför um götur Reykjavíkur og yfir í Kópavog þar sem akstur hans var að lokum stöðvaður og hann handtekinn. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna.

Tilkynnt var um þrjú umferðaróhöpp á vaktinni. Engin slys á fólki.

Í austurhluta Reykjavíkur hafði lögreglan afskipti af fullorðnum manni í gærkvöldi en hann var að spreyja á biðskýli Strætó. Hann var kærður fyrir eignaspjöll.

Lögreglan hafði einnig afskipti af þjófnaðarmálum, ökumanni í annarlegu ástandi og manni sem er grunaður um hótanir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sauð upp úr í Bítinu – „Þú þaggar ekki í okkur Dagur, svona er Dagur, þaggar, þú þaggar ekki í okkur Dagur!“

Sauð upp úr í Bítinu – „Þú þaggar ekki í okkur Dagur, svona er Dagur, þaggar, þú þaggar ekki í okkur Dagur!“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Elías loks fyrir dóm vegna árásar á 12 ára dreng – Missti stjórn á sér eftir dyraat

Elías loks fyrir dóm vegna árásar á 12 ára dreng – Missti stjórn á sér eftir dyraat
Fréttir
Í gær

Hvarf Ólafs Austmann í Búlgaríu – „Hún hélt að hann væri að fara á klósettið en svo kom hann ekki til baka“

Hvarf Ólafs Austmann í Búlgaríu – „Hún hélt að hann væri að fara á klósettið en svo kom hann ekki til baka“
Fréttir
Í gær

Reynt að myrða fjölskylduföður á Suðurnesjum – Heyrði mikil læti fyrir utan húsið og var skömmu síðar kominn á gjörgæslu

Reynt að myrða fjölskylduföður á Suðurnesjum – Heyrði mikil læti fyrir utan húsið og var skömmu síðar kominn á gjörgæslu
Fréttir
Í gær

Snorri fær stuðning úr þingflokki Miðflokksins -„Tal um bakslag er að mínu mati í besta falli ósanngjarnt“

Snorri fær stuðning úr þingflokki Miðflokksins -„Tal um bakslag er að mínu mati í besta falli ósanngjarnt“
Fréttir
Í gær

Einar Örn ómyrkur í máli: „Hefði verulega áhyggjur af því að hafa mann í vinnu sem hagar sér með þessum hætti“

Einar Örn ómyrkur í máli: „Hefði verulega áhyggjur af því að hafa mann í vinnu sem hagar sér með þessum hætti“