fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Lengjudeild karla: Albert Hafsteins og Pétur Theódór með þrennu – Jafnt í Grindavík

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 5. júlí 2021 21:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur leikjum var að ljúka í 10. umferð Lengjudeildar karla. Grindavík gerði 3-3 jafntefli við Aftureldingu, Grótta sigraði Víking Ó og Fram hafði betur gegn Kórdrengjum í markaleik.

Arnór Gauti Ragnarsson kom Aftureldingu yfir snemma leiks. Sigurður Bjartur Hallsson tók þá við og skoraði tvö mörk og kom Grindavík yfir. Pedro Vazquez jafnaði metin á 74. mínútu og Anton Logi Lúðvíksson kom Aftureldingu yfir þremur mínútum síðar. Símon Logi Thasaphong jafnaði metin undir lok leiks og tryggði Grindavík stig. Stórskemmtilegur markaleikur þarna á ferð.

Grindavík 3 – 3 Afturelding
0-1 Arnór Gauti Ragnarsson (´13)
1-1 Sigurður Bjartur Hallsson (´29)
2-1 Sigurður Bjartur Hallsson (´51)
2-2 Pedro Vazquez (´74)
2-3 Anton Logi Lúðvíksson (´77)
3-3 Símon Logi Thasaphong (´90)

Pétur Theódór Árnason gerði þrennu fyrir Gróttu gegn Víkingi Ó í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Víkinga undir stjórn Gauja Þórðar. Anel Crnac og Guðfinnur Þór Leósson skoruðu mörk Víkinga.

Grótta 3 – 2 Víkingur Ó
1-0 Pétur Theódór Árnason (´33)
2-0 Pétur Theódór Árnason (´39)
2-1 Anel Crnac (´50)
3-1 Pétur Theódór Árnason (´57)
3-2 Guðfinnur Þór Leósson (´94)

Fram og Kórdrengir mættust í toppslag kvöldsins og þar hafði Fram betur. Albert Hafsteinsson kom Fram yfir snemma leiks en Aron Þórður Albertsson skoraði sjálfsmark stuttu síðar og jafnaði þar með fyrir Kórdrengi. Albert Hafsteinsson kom Fram aftur yfir á 35. mínútu en Connor Mark Simpson jafnaði stuttu síðar. Leonard Sigurðsson kom Kórdrengjum yfir í fyrsta skiptið í leiknum á 52. mínútu en Alex Freyr Elísson jafnaði fimm mínútum síðar. Albert Hafsteinsson fullkomnaði svo þrennuna á 67. mínútu og tryggði Fram stigin þrjú.

Fram 4 – 3 Kórdrengir
1-0 Albert Hafsteinsson (´7)
1-1 Aron Þórður Albertsson (´21, sjálfsmark)
2-1 Albert Hafsteinsson (´35)
2-2 Connor Mark Simpson (´43)
2-3 Leonard Sigurðsson (´52)
3-3 Alex Freyr Elísson (´57)
4-3 Albert Hafsteinsson (´67)
Rautt spjald: Davíð Þór Ásbjörnsson, Kórdrengir (´55)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Glódís gráti næst eftir leik: ,,Mun aldrei fyrirgefa mér það“

Glódís gráti næst eftir leik: ,,Mun aldrei fyrirgefa mér það“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Karólína Lea vill ná í sigur fyrir íslensku þjóðina: ,,Geggjað að sjá hvað voru margir að styðja okkur áfram allan tímann“

Karólína Lea vill ná í sigur fyrir íslensku þjóðina: ,,Geggjað að sjá hvað voru margir að styðja okkur áfram allan tímann“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir ömurlega svekkjandi tap í Sviss

Einkunnir leikmanna Íslands eftir ömurlega svekkjandi tap í Sviss
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

EM: Ísland úr leik eftir tap gegn Sviss

EM: Ísland úr leik eftir tap gegn Sviss
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Dóri Gylfa: „Við verðum eins og krækiber í helvíti en krækiber eru góð“

Dóri Gylfa: „Við verðum eins og krækiber í helvíti en krækiber eru góð“