fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fréttir

Innbrotsþjófar stálu bíllyklum og bíl – Ekið á ljósastaur – Hústökufólk í miðborginni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. júlí 2021 05:31

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sjöunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í Árbæ. Þjófarnir tóku lykla að bifreið sem stóð fyrir utan og óku á brott á henni. Á svipuðum tíma var tilkynnt um rásandi aksturslag bifreiðar í Vogahverfi. Skömmu síðar var tilkynnt að bifreiðinni hefði verið ekið á ljósastaur. Tveir menn voru í bifreiðinni og voru þeir báðir í annarlegu ástandi. Þeir vildu ekki kannast við að hafa ekið bifreiðinni. Þeir voru handteknir og vistaðir í fangageymslu.

Á níunda tímanum í gærkvöldi bað íbúðareigandi í miðborginni um aðstoð lögreglu við að koma hústökufólki út úr íbúð hans. Fólkinu var vísað á brott.

Um klukkan hálf tíu í gærkvöldi var tilkynnt um mann sem var skorinn í andliti eftir átök í Bústaðahverfi. Meintur árásarmaður var handtekinn skömmu síðar og vistaður í fangageymslu. Um klukkan hálf tólf var tilkynnt um rafskútuslys í Bústaðahverfi.

Einn ökumaður var handtekinn í gærkvöldi grunaður um að vera undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr í anddyri hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ

Sauð upp úr í anddyri hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ
Fréttir
Í gær

Á bráðamóttöku eftir meint ofbeldi dyravarða á Auto – „Hann bara ældi og gat varla labbað eða talað“

Á bráðamóttöku eftir meint ofbeldi dyravarða á Auto – „Hann bara ældi og gat varla labbað eða talað“