Vestri tók á móti Fjölni í 10. umferð Lengjudeildar karla í dag. Þar sigraði Vestri 2-1.
Gestirnir komust yfir í leiknum með marki frá Jóhanni Árna Gunnarssyni. Chechu Meneses jafnaði leikinn og Nicolaj Madsen skoraði sigurmarkið og tryggði Vestra þrjú mikilvæg stig.
Vestri fer upp fyrir Fjölni í 5. sæti með 16 stig en Fjölnir er í 6. sæti með 14 stig.
Vestri 2 – 1 Fjölnir
0-1 Jóhann Árni Gunnarsson
1-1 Chechu Meneses
2-1 Nicolaj Madsen