Guðjón Þórðarson hefur tekið við Víkingi Ó. sem spilar í Lengjudeild karla og gerir hann samning út næstu leiktíð. Félagið greindi frá fréttunum á Facebook síðu félagsins.
Guðjón stýrði liðinu á síðasti tímabili en þá hafnaði Víkingur í 9. sæti deildarinnar.
„Sjórn Víkings Ó. lýsir yfir mikilli ánægju með ráðninguna og bjóðum við Guðjón innilega velkominn aftur til starfa,“ sagði í tilkynningu frá félaginu á Facebook.
Gengi liðsins hefur verið arfaslakt í sumar en liðið er í neðsta sæti deildarinnar með eitt stig. Gunnar Einarson hætti með liðið á föstudaginn, degi eftir 0-7 tap gegn Þrótti Reykjavík.
Fyrsti leikur félagsins undir stjórn Guðjóns er gegn Gróttu annað kvöld.