Lionel Messi skaut Argentínu áfram í undanúrslit í Copa America sem fóru fram í nótt.
Argentína mætti Ekvador og tók liðið forystuna seint í fyrri hálfleik en það var Rodrigo De Paul sem gerði markið eftir stoðsendingu frá Lionel Messi. Lautaro Martinez kom liðinu í 2-0 á 84. mínútu og aftur var það eftir stoðsendingu frá Lionel Messi.
Messi var svo sjálfur á ferðinni er hann skoraði þriðja markið beint úr aukaspyrnu en markið má sjá hér að neðan.
Argentína mætir Kólumbíu í undanúrslitum og gæti svo farið að stórveldin Argentína og Brasilía mætist í úrslitum keppninnar.
MESSI WHAT A GOAL 🔥🔥 ANOTHER FREEKICK pic.twitter.com/0SwOC6TEhp
— MessiTeam (@Lionel10Team) July 4, 2021