fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Sancho vill ekki tjá sig um félagsskiptin

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 4. júlí 2021 12:30

Jadon Sancho.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jadon Sancho segist forðast að hugsa um félagsskiptin til Manchester United á meðan England er enn með á Evrópumótinu í knattspyrnu.

Manchester United náði loks að semja við Sancho en félagið hefur lengi viljað fá hann. Viðræðurnar tóku langan tíma en félagsskiptin voru loks staðfest í síðustu viku.

„Ef ég á að vera hreinskilinn þá vil ég ekki tala um Manhcester United. Mig langar bara að einbeita mér að Englandi,“ sagði Sancho í viðtali eftir leikinn gegn Úkraínu.

„Ég er svo ánægður, ég hef gefið allt í þetta. Ég hef verið að einbeita mér að sjálfum mér og hef alltaf verið tilbúinn ef kallað verður á mig.“

England mætir Danmörku í undanúrslitum á miðvikudaginn næsta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Brynjar Björn til starfa í Breiðholti

Brynjar Björn til starfa í Breiðholti
433Sport
Í gær

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans
433Sport
Í gær

Darwin Nunez strax aftur til Englands?

Darwin Nunez strax aftur til Englands?
433Sport
Í gær

Arteta vildi ekkert segja um hvort Gyökeres spili um helgina

Arteta vildi ekkert segja um hvort Gyökeres spili um helgina