Jadon Sancho segist forðast að hugsa um félagsskiptin til Manchester United á meðan England er enn með á Evrópumótinu í knattspyrnu.
Manchester United náði loks að semja við Sancho en félagið hefur lengi viljað fá hann. Viðræðurnar tóku langan tíma en félagsskiptin voru loks staðfest í síðustu viku.
„Ef ég á að vera hreinskilinn þá vil ég ekki tala um Manhcester United. Mig langar bara að einbeita mér að Englandi,“ sagði Sancho í viðtali eftir leikinn gegn Úkraínu.
„Ég er svo ánægður, ég hef gefið allt í þetta. Ég hef verið að einbeita mér að sjálfum mér og hef alltaf verið tilbúinn ef kallað verður á mig.“
England mætir Danmörku í undanúrslitum á miðvikudaginn næsta.