fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

EM: Spánverjar fyrsta liðið í undanúrslit – Þurftu vítakeppni gegn 10 leikmönnum Sviss

Helga Jónsdóttir
Föstudaginn 2. júlí 2021 18:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spánn og Sviss mættust í fyrsta leik 8-liða úrslita á Evrópumótinu í knattspyrnu. Þar hafði Spánn betur eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni.

Spánverjar stjórnuðu leiknum eins og búast mátti við og sóttu stíft en Sviss fékk margar hornspyrnur og náði að ógna úr þeim. Spánverjar komust yfir á 8 mínútu þegar Zakaria varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Þannig stóðu leikar í hálfleik.

Shaqiri jafnaði metin á 68. mínútu eftir sendingu frá Freuler en áður hafði verið misskilningur í spænsku vörninni. Freuler fékk rautt spjald stuttu síðar og var sendur í sturtu og kláruðu Sviss leikinn því manni færri. Ekki komu fleiri mörk í venjulegum leiktíma og því var gripið til framlengingar.

Þar sóttu Spánverjar stíft en Yann Sommer var frábær í markinu en hann varði 10 bolta í leiknum. Þá tók við vítaspyrnukeppni en þar voru fimm vítaklúður. Sergio Busquets og Rodri klúðruðu fyrir Spánverja en Fabian Schar, Akanji og Vargas fyrir Sviss. Spánverjar skoruðu úr þremur vítum en Sviss aðeins eitt og Spánn er því komið áfram í undanúrslit.

Sviss 1 – 1 Spánn (1-3 eftir vítaspyrnukeppni)
0-1 Zakaria sjálfsmark (´8)
1-1 Shaqiri (´68)
Freuler rautt spjald (´77)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi
433Sport
Í gær

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum
433Sport
Í gær

Breiðablik fer til Serbíu

Breiðablik fer til Serbíu
433Sport
Í gær

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi
433Sport
Í gær

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“