fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Opinbera SMS skilaboð Sancho til Rashford: „Getur þú beðið Ed um að borga“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 2. júlí 2021 14:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jadon Sancho verður næst launahæsti leikmaður Manchester United þegar hann skrifar undir samning sinn við félagið á næstu dögum.

Hans-Joachim Watzke stjórnarformaður Borussia Dortmund hefur staðfest sölu félagsins á Jadon Sancho til Manchester United. Félögin náðu saman um kaupverð í fyrradag. United staðfesti kaup sín einnig í gær.

Enski kantmaðurinn hefur verið á óskalista United í rúmt ár en United borgar 73 milljónir punda fyrir Sancho. Dortmund heimtaði 108 milljónir punda fyrir Sancho fyrir ári síðan, en United vildi ekki borga slíka upphæð.

Sancho hefur lengi átt sér þann draum að ganga í raðir Manchester United og The Athletic hefur nú opinberað SMS skilaboð sem Sancho sendi á Marcus Rashford fyrir ári síðan.

„Getur þú beðið Ed um að borga þessa upphæð?,“ sendi Sancho á Rashford í skilaboðum sem The Athletic hefur undir höndum.

Þar á Sancho við Ed Woodward stjórnarformann United sem neitaði að borga 108 milljónir punda fyrir ári og fékk Sancho miklu lægri upphæð í ár eða 35 milljónum punda minna en Dortmund ætlaði sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina