Manchester United hefur áhuga á því að kaupa Dominic Calvert-Lewin framherja Everton í sumar. Ensk götublöð fjalla um málið.
United gekk í gær frá kaupum á Jadon Sancho kantmanni Borussia Dortmund fyrir 73 milljónir punda.
Ole Gunnar Solskjær stjóri United er sagður vilja styrkja sóknarleik liðsins meira og horfir til Calvert-Lewin.
Engar líkur eru taldar á að United rífi fram 150 milljónir punda sem þarf til þess að klófesta Harry Kane framherja Tottenham.
Calvert-Lewin er 24 ára gamall en hann skoraði 21 mark í öllum keppnum fyrir Everton á síðustu leiktíð og kom sér inn í enska landsliðshópinn hjá Gareth Southgate.