Ef Jose Mourinho væri þjálfari Englands þá myndi hann hvíla þrjá af lykilmönnum liðsins gegn Úkraínu í átta liða úrslitum EM á morgun.
Þrír leikmenn liðsins eru á gulu spjaldi og fái þeir gult gegn Úkraínu missa þeir af undanúrslitunum, ef England kemst þangað.
Mourinho telur að England vinni auðveldan sigur og því myndi hann hvíla mennina þrjá.
„Ég er svo öruggur á því að England vinni Úkraínu að ég myndi hvíla bæði Declan Rice og Kalvin Phillips, spara þá fyrir undanúrslitin,“ sagði Mourinho.
„Southgate á ekki að hætta þar, hann á að hvíla Harry Maguire til að hann sé í toppstandi fyrir síðustu leikina.“
„Allir þrír eru á gulu spjaldi og Maguire vantar einnig að komast í betra form eftir meiðslin.“