Rétt í þessu kláruðust fjórir leikir í 9. umferð Lengjudeildar karla.
Fram tók á móti Grindavík en leikurinn endaði með 2-2 jafntefli. Þetta voru fyrstu stigin sem Fram tapar í sumar. Fram komst tvisvar yfir í leiknum en Grindvíkingar komu tvisvar til baka og jafntefli niðurstaðan.
Fram 2 – 2 Grindavík
1-0 Gunnar Gunnarsson (’46 )
1-1 Laurens Willy Symons (’54 )
2-1 Tryggvi Snær Geirsson (’74 )
2-2 Laurens Willy Symons (’83 )
Afturelding vann 2-1 sigur á Gróttu með flautumarki. Þetta var fjórði tapleikur Gróttu í röð.
Afturelding 2 – 1 Grótta
0-1 Júlí Karlsson (’22 )
1-1 Kristján Atli Marteinsson (’45 )
2-1 Pedro Vazquez Vinas (’94 )
Rautt spjald: Arnar Þór Helgason , Grótta (’27)
Þróttur Reykjavík vann Víking Ó stórt. Kairo Asa Jaco Edwards-John skoraði þrennu á aðeins þremur mínútum í fyrri hálfleik. Þróttarar héldu svo áfram og bættu fjórum mörkum við gegn týndum Ólsurum.
Víkingur Ó. 0 – 7 Þróttur R.
0-1 Kairo Asa Jacob Edwards-John (’27 )
0-2 Kairo Asa Jacob Edwards-John (’29 , víti)
0-3 Kairo Asa Jacob Edwards-John (’30 )
0-4 Daði Bergsson (’33 )
0-5 Róbert Hauksson (’55 )
0-6 Lárus Björnsson (’61 )
0-7 Baldur Hannes Stefánsson (’79 )
Fjölnir og Kórdrengir gerðu markalaust jafntefli.
Fjölnir 0 – 0 Kórdrengir