Haukar tóku á móti KR í 8. umferð Lengjudeildar kvenna. Þar hafði KR betur í alvöru markaleik.
Guðmunda Bryna Óladóttir skoraði fyrstu tvö mörk KR og Kristín Erla Ó Johnson kom gestunum í 0-3 og þannig stóðu leikar í hálfleik. Vienna Behnke minnkaði muninn fyrir Hauka á 57. mínútu en Guðmunda Brynja fullkomnaði þrennuna stuttu síðar og kom KR aftur þremur mörkum yfir.
Þórey Björk Eyþórsdóttir og Erla Sól Vigfúsdóttir minnkuðu muninn fyrir Hauka en þær komust ekki lengra og 3-4 sigur KR staðreynd.
KR er komið í toppsæti deildarinnar með 19 stig. Haukar eru í 5. sæti með 10 stig.
Haukar 3 – 4 KR
0-1 Guðmunda Brynja Óladóttir (´13)
0-2 Guðmunda Brynja Óladóttir (´27)
0-3 Kristín Erla Ó Johnson (´45)
1-3 Vienna Behnke (´57)
1-4 Guðmunda Brynja Óladóttir (´64)
2-4 Þórey Björk Eyþórsdóttir (´78)
3-4 Erla Sól Vigfúsdóttir (´84)
Markaskorarar eru fengnir af fotbolti.net