Jadon Sancho verður næst launahæsti leikmaður Manchester United þegar hann skrifar undir samning sinn við félagið á næstu dögum.
Hans-Joachim Watzke stjórnarformaður Borussia Dortmund hefur staðfest sölu félagsins á Jadon Sancho til Manchester United. Félögin náðu saman um kaupverð í fyrradag. United staðfesti kaup sín einnig í gær.
Enski kantmaðurinn hefur verið á óskalista United í rúmt ár en United borgar 73 milljónir punda fyrir Sancho. Dortmund heimtaði 108 milljónir punda fyrir Sancho fyrir ári síðan, en United vildi ekki borga slíka upphæð.
Sancho er 21 árs gamall enskur kantmaður en hann hefur mátt þola bekkjarsetu í öllum leikjum Englands hingað til á Evrópumótinu.
Aðeins David De Gea er launahærri en Sancho sem mun þéna 350 þúsund pund á viku. Launapakki United er hér að neðan.