Tveimur leikjum er lokið í Lengjudeild karla í kvöld. Þór og Vestri skildu jöfn og ÍBV hafði betur gegn Selfyssingum.
Þór tók á móti Vestra í dag. Benedikt Warén spilaði sinn fyrsta leik fyrir Vestra en hann er á láni frá Breiðablik. Hann byrjaði vel og skoraði fyrsta mark leiksins. Bjarki Þór Viðarsson jafnaði fyrir Þór undir lok leiks og jafntefli því niðurstaðan.
Þór 1 – 1 Vestri
0-1 Benedikt V. Warén (’32 )
1-1 Bjarki Þór Viðarsson (’86 )
Gary Martin fór aftur á sinn gamla heimavöll er ÍBV tók á móti Selfossi. Jose Enrique Seoane Vergara kom ÍBV yfir snemma leiks en Gary Martin jafnaði stuttu síðar. Jose Vergara var aftur á ferðinni á 26. mínútu og kom heimamönnum yfir. Guðjón Pétur Lýðsson fékk frábært tækifæri til að auka forystuna þegar hann tók vítaspyrnu en hann skoraði ekki úr henni.
Aron Einarsson jafnaði snemma í seinni hálfleik en Guðjón Pétur Lýðsson reyndist hetjan er hann kom ÍBV yfir í þriðja skiptið á 72. mínútu.
ÍBV er í 2. sæti með 19 stig en Selfoss er í 10. sæti með 8 stig.
ÍBV 3 – 2 Selfoss
1-0 Jose Enrique Seoane Vergara (‘3 )
1-1 Gary John Martin (’12 )
2-1 Jose Enrique Seoane Vergara (’26 )
2-1 Guðjón Pétur Lýðsson (’45 , misnotað víti)
2-2 Aron Einarsson (’50 )
3-2 Guðjón Pétur Lýðsson (’72 )