fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Mourinho gagnrýnir franska landsliðið harkalega – „Þeir voru dansandi úti um allt“

Helga Jónsdóttir
Föstudaginn 2. júlí 2021 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho gagnrýndi franska landsliðið harkalega eftir að þeir duttu út í 16-liða úrslitum á Evrópumótinu í knattspyrnu gegn Sviss.

Frakkar voru undir í hálfleik gegn Sviss en komu til baka og voru komnir í 3-1 á tímabili. Frakkar misstu það niður og fór leikurinn í framlengingu og vítaspyrnukeppni. Mbappe tók síðustu spyrnuna og lét verja frá sér.

Mourinho var óánægður með viðbrögð frönsku leikmannanna eftir þriðja mark þeirra í leiknum.

„Frakkar geta bara kennt sjálfum sér um. Þeir byrjuðu leikinn illa en þeir komu frábærlega til baka og sýndu hæfileikana sem eru í liðinu,“ sagði Mourinho við talkSPORT.

„En ég var ósáttur með hvernig þeir fögnuðu þriðja markinu. Ég var ekki ánægður með það. Ég fékk á tilfinninguna að þeir væru strax farnir að fagna hjá Eiffel turninum og dansandi úti um allt.“

„Það voru tuttugu mínútur eftir, leikurinn er ekki búinn. Hættið að dansa,“ sagði Mourinho við talkSPORT.

Mourinho gagnrýndi einnig skiptingar Didier Deschamps undir lok leiks og taldi þær hafa haft vond áhrif á leik liðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift