Stemningin í herbúðum enska landsliðsins virðist vera góð enda hefur liðið átt góðu gengi að fagna á Evrópumótinu í knattspyrnu hingað til. Liðið sigraði riðilinn og sló út sterkt lið Þjóðverja í 16-liða úrslitum.
Leikmennirnir tóku aðeins öðruvísi æfingu í gær en þeir fóru saman í blak í sundlauginni. Þetta vakti mikla lukku innan liðsins og leikmenn mjög sáttir. Þetta á að hafa verið fín endurheimt og ágætis hópefli fyrir liðið.
Næsti leikur Englendinga er gegn Úkraínu í 8-liða úrslitum á laugardag klukkan 19:00.
Anyone for water volleyball? 🏐🤽♂️ pic.twitter.com/nqMjGQyOKE
— England (@England) June 30, 2021
It's game time in the pool!
Water volleyball: #ThreeLions style 🤽♂️ pic.twitter.com/uU0WbjBqHt
— England (@England) July 1, 2021