Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir stúlku. Hún er 16 ára gömul og sást síðast í Efra-Breiðholti í gærkvöldi.
Í tilkynningu er henni lýst svo:
„Hún er 173 sm á hæð, grannvaxin og með dökkbláar, fastar fléttur. Síðast er vitað um ferðir X í Efra-Breiðholti í gærkvöld. Þau sem geta gefið upplýsingar um ferðir X, eða vita hvar hana er að finna, eru vinsamlegast beðin um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112.
Lögreglan minnir á að það refsivert að stuðla að því eða aðstoða barn við að koma sér undan forsjá.“