fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Rice hafnar nýjum samningi – Bíður eftir símtali frá Chelsea eða United

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 1. júlí 2021 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Declan Rice hefur hafnað tveimur tilboðum frá West Ham um nýjan samning en félagið vill halda í sinn besta og mikilvægasta leikmann.

Telegraph fjallar um málið en Rice hefur ekki áhuga á að framlengja og vill helst fara frá félaginu í sumar.

Telegraph segir að Rice hafi látið West Ham vita af þessu og vill hann fá að vita af öllum tilboðum sem koma til félagsins.

Manchester United og Chelsea hafa áhuga á Rice sem hefur verið öflugur með enska landsliðinu á Evrópumótinu.

Óvíst er hvort Thomas Tuchel vilji Rice til Chelsea en Frank Lampard hafði reynt að fá hann til félagsins, Manchester United er að kaupa Jadon Sancho og horfir nú til þess að fá inn varnar og miðjumann. Rice gæti verið kostur sem Ole Gunnar Solskjær skoðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Í gær

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Í gær

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli