Declan Rice hefur hafnað tveimur tilboðum frá West Ham um nýjan samning en félagið vill halda í sinn besta og mikilvægasta leikmann.
Telegraph fjallar um málið en Rice hefur ekki áhuga á að framlengja og vill helst fara frá félaginu í sumar.
Telegraph segir að Rice hafi látið West Ham vita af þessu og vill hann fá að vita af öllum tilboðum sem koma til félagsins.
Manchester United og Chelsea hafa áhuga á Rice sem hefur verið öflugur með enska landsliðinu á Evrópumótinu.
Óvíst er hvort Thomas Tuchel vilji Rice til Chelsea en Frank Lampard hafði reynt að fá hann til félagsins, Manchester United er að kaupa Jadon Sancho og horfir nú til þess að fá inn varnar og miðjumann. Rice gæti verið kostur sem Ole Gunnar Solskjær skoðar.