fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Dortmund staðfestir söluna á Sancho – Opinbera kaupverðið

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 1. júlí 2021 10:07

Jadon Sancho.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hans-Joachim Watzke stjórnarformaður Borussia Dortmund hefur staðfest sölu félagsins á Jadon Sancho til Manchester United. Félögin náðu saman um kaupverð í gær.

Enski kantmaðurinn hefur verið á óskalista United í rúmt ár en United borgar 73 milljónir punda fyrir Sancho. Dortmund heimtaði 108 milljónir punda fyrir Sancho fyrir ári síðan, en United vildi ekki borga slíka upphæð.

Sancho er 21 árs gamall enskur kantmaður en hann hefur mátt þola bekkjarsetu í öllum leikjum Englands hingað til á Evrópumótinu.

„Það var ósk Sancho að breyta til,“ sagði Hans-Joachim Watzke á fréttamannafundi í Dortmund í morgun.

Búist er við að Sancho fari í læknisskoðun hjá United og skrifi undir um leið og England lýkur keppni á Evrópumótinu.

„Jadon Sancho er að fara frá Dortmund til Manchester United, bæði félög hafa náð samkomulagi um þetta mál. Ef allt fer í gegn borgar Manchester United 73 milljónir punda,“ segir í yfirlýsingu Dortmund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Al-Nassr blandar sér óvænt í baráttuna og mun líklega hafa betur

Al-Nassr blandar sér óvænt í baráttuna og mun líklega hafa betur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Minnti rækilega á sig og skoraði þrennu í fyrsta leiknum – Sjáðu mörkin

Minnti rækilega á sig og skoraði þrennu í fyrsta leiknum – Sjáðu mörkin
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Newcastle sagt horfa til Wolves í leit að eftirmanni Isak

Newcastle sagt horfa til Wolves í leit að eftirmanni Isak
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tjáir sig um stöðu Isak – Stór ákvörðun framundan

Tjáir sig um stöðu Isak – Stór ákvörðun framundan
433Sport
Í gær

Amorim gefur í skyn að engin nía sé á leiðinni

Amorim gefur í skyn að engin nía sé á leiðinni
433Sport
Í gær

Hernandez sagt að leggja skóna á hilluna eftir slaka frammistöðu

Hernandez sagt að leggja skóna á hilluna eftir slaka frammistöðu
433Sport
Í gær

Slot staðfestir að Diaz sé líklega á förum

Slot staðfestir að Diaz sé líklega á förum
433Sport
Í gær

Hallgrímur vill skipta Þorsteini út – „Fullreynt er þá þríreynt er“

Hallgrímur vill skipta Þorsteini út – „Fullreynt er þá þríreynt er“