fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
433

Mikkel Qvist aftur til KA

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 1. júlí 2021 09:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikkel Qvist snýr aftur til liðs við KA en knattspyrnudeild KA og Horsens hafa náð saman um lánsamning út núverandi leiktíð.

Mikkel sem vakti verðskuldaða athygli með KA liðinu á síðustu leiktíð en hann lék alls 17 leiki í deild og bikar og gerði í þeim eitt mark. Þá hefur hann leikið 81 leik fyrir Horsens í efstu deild og dönsku bikarkeppninni. Á síðasta tímabili spilaði Mikkel á láni hjá HB Køge í dönsku b-deildinni.

„Í kjölfar sölunnar á Brynjar Inga Bjarnasyni til Lecce var ljóst að KA þyrfti að bregðast við og það er frábært að fá Mikkel aftur til liðs við okkur,“ segir á vef KA:

Mikkel sem er stór og stæðilegur, en hann er 26 ára gamall varnarmaður, er 203 cm á hæð. Hann er fastur fyrir og öflugur í loftinu auk þess sem hann er líkamlega sterkur og getur kastað boltanum ansi langt í innköstum.

„KA liðið hefur farið vel af stað í sumar og afar mikilvægt að fá leikmann eins og Mikkel inn á þessum tímapunkti sem þekkir hópinn sem og félagið vel. Auk þess að vera öflugur innan vallar þá er Mikkel frábær persóna utan hans og smellpassar í okkar flotta lið. Bjóðum hann hjartanlega velkominn aftur í KA;“ segir einnig á vef KA.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

„Drottning twerksins“ birtir djarft myndband sem slær í gegn – Sjón er sögu ríkari

„Drottning twerksins“ birtir djarft myndband sem slær í gegn – Sjón er sögu ríkari
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Spáin fyrir Lengjudeild karla: Keflavík spáð beint upp en talið að Afturelding fari aftur í umspilið

Spáin fyrir Lengjudeild karla: Keflavík spáð beint upp en talið að Afturelding fari aftur í umspilið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Liverpool ætlar að taka þátt í kapphlaupinu við Arsenal og Manchester United

Liverpool ætlar að taka þátt í kapphlaupinu við Arsenal og Manchester United
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Færa leik sinn inn í Bogann

Færa leik sinn inn í Bogann
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ætlar að einblína á neðri deildirnar í nýju hlaðvarpi

Ætlar að einblína á neðri deildirnar í nýju hlaðvarpi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona er tölfræði Mo Salah fyrir og eftir áramót

Svona er tölfræði Mo Salah fyrir og eftir áramót
433Sport
Í gær

Viktor Bjarki braut hjörtu Valsara með marki á lokamínútu leiksins – Sjö stigum á eftir Víkingi

Viktor Bjarki braut hjörtu Valsara með marki á lokamínútu leiksins – Sjö stigum á eftir Víkingi
433Sport
Í gær

Elvar segir frá sögu sem hann heyrði um Adam Ægi á knæpu í Reykjavík

Elvar segir frá sögu sem hann heyrði um Adam Ægi á knæpu í Reykjavík