Breiðablik tók á móti Stjörnunni í 8. umferð Pepsi-Max deildar kvenna. Stjarnan hafði betur og vann 1-2 sigur.
Blikar stjórnuðu leiknum eins og búast mátti við og fengu nokkur ágætis færi. Kristján Guðmunds lagði þó leik Stjörnunnar vel upp og vörðust þær vel. Katrín Ásbjörnsdóttir braut ísínn undir lok fyrri hálfleiks og þannig stóðu leikar í hálfleik.
Blikar héldu áfram að sækja í seinni hálfleik en gestirnir vörðust vel. Á 61. mínútu dró aftur til tíðinda, þá komst Stjarnan loks í sókn og Katrín kláraði með frábæru skoti. Agla María Albertsdóttir minnkaði muninn stuttu síðar en lengra komust Blikar ekki og 1-2 sigur Stjörnunnar staðreynd.
Blikar ná ekki að endurheimta toppsætið og eru í 2. sæti, tveimur stigum frá toppnum. Stjarnan er í 4. sæti, fjórum stigum frá toppnum
Breiðablik 1 – 2 Stjarnan
0-1 Katrín Ásbjörnsdóttir (´42)
0-2 Katrín Ásbjörnsdóttir (´61)
1-2 Agla María Albertsdóttir (´69)