fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Framleiða íslenskan ost úr sænskri mjólk

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 10. mars 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun árs kynnti Kú mjólkurbú ostinn Glaðning með pomp og prakt. Um er að ræða fyrsta lífræna hvítmygluostinn á markaðinum. Osturinn er þó ekki síður merkilegur fyrir þær sakir að hann er búinn til úr lífrænni mjólk frá Svíþjóð, sem er sérstaklega flutt inn til landsins vegna framleiðslunnar. Ekki er ólíklegt að þetta sé í fyrsta skipti sem mjólk er flutt inn til ostaframleiðslu. „Þetta helgast af því að það er ekki framleitt nægilega mikið magn af lífrænni mjólk hér á landi,“ segir Guðni Þór Sigurjónsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

Stjórnendur fyrirtækisins hafi því ákveðið að fara þessa leið og flytja inn sænska mjólk. „Þetta er fyrsti osturinn sem við framleiðum með mjólk erlendis frá. Það má því segja að um tilraunaverkefni sé að ræða en þetta fer ágætlega af stað,“ segir Guðni.

Kú mjólkurbú var stofnað árið 2009 af Ólafi Magnússyni og hóf framleiðslu ári síðar. Markmið fyrirtækisins hefur frá upphafi verið að berjast gegn fákeppni á mjólkurmarkaði. Í júní 2017 var tilkynnt um kaup Ölgerðar Egils Skallagrímssonar á fyrirtækinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum