Didier Deschamps verður áfram með franska landsliðið þrátt fyrir að liðið hafi óvænt dottið út gegn Sviss í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu að því er segir í frétt Le Parisien.
Heimsmeistararnir gerðu 3-3 jafntefli gegn Sviss og töpuðu í vítaspyrnukeppni þar sem Kylian Mbappe klúðraði síðustu spyrnunni.
Það hefur síðan komið í ljós að mikil óánægja var innan hópsins og var rifrildi í gangi milli Pogba, Rabio, Pavard og Varane. Þá var Deschamps harðlega gagnrýndur á frönskum miðlum og kallað eftir því að Zinedine Zidane tæki við liðinu.
Samkvæmt Le Parisien ætlar Deschamps að halda áfram með liðið en hann er með samning út árið 2022 og ætlar hann að klára Heimsmeistaramótið sem fer fram í Katar það ár.
Noel Le Graet, forseti franska knattspyrnufélagsins, hefur verið mikill stuðningsmaður Deschamps hingað til en í viðtali við Le Figaro í vikunni voru skoðanir hans aðeins óljósari.