fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Fréttir

Íslendingur lést í kjölfar bólusetningar með Janssen

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 30. júní 2021 16:17

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilkynnt hefur verið um Íslending sem lést í kjölfar bólusetningar með bólefni Janssen. Þetta kemur fram á vef Lyfjastofnunnar en þar er tekið fram að um eldri einstakling sé að ræða, það er einstaklingurinn var á bilinu 65-74 ára gamall. Fréttablaðið vakti athygli á málinu.

Alls hafa fjórar alvarlegar tilkynningar um aukaverkanir vegna Janssen bóluefnisins borist Lyfjastofnun, það er andlátið og svo þrjár sjúkrahúsvistanir. Fram kemur að einn einstaklingurinn sem dvaldi á sjúkrahúsi í kjölfar bólusetningarinnar hafi verið í lífshættulegu ástandi. Um 50.000 manns hafa verið bólusettir með bóluefni Janssen hér á landi.

Þrátt fyrir að Íslendingurinn hafi látist í kjölfar bólusetningarinnar tekur Lyfjastofnun fram að ekkert bendi til orsakasamhengis milli til­kynntra and­láta og bólu­setningar gegn Covid-19. Alls hefur Lyfjastofnun fengið 124 tilkynningar vegna gruns um alvarlegar aukaverkanir í kjölfar bólusetningar.

Lyfjastofnun hefur fengið 6 tilkynningar um andlát í kjölfar bólusetninga í júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Situr uppi með 59 þúsund króna rukkanir vegna tveggja gjaldskyldra bílastæða – „Hvaða sturlun er komin í gang í þessum bílastæðamálum??“

Situr uppi með 59 þúsund króna rukkanir vegna tveggja gjaldskyldra bílastæða – „Hvaða sturlun er komin í gang í þessum bílastæðamálum??“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Ég komst að þeirri niðurstöðu eftir nokkurra ára rannsóknir að ákveðinn einstaklingur væri banamaður Geirfinns“

„Ég komst að þeirri niðurstöðu eftir nokkurra ára rannsóknir að ákveðinn einstaklingur væri banamaður Geirfinns“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hélt að sonurinn hefði fæðst andvana: 42 árum síðar fékk hún tölvupóst sem breytti öllu

Hélt að sonurinn hefði fæðst andvana: 42 árum síðar fékk hún tölvupóst sem breytti öllu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handtóku mús fyrir fjársvik og skjalafals – „Komdu með mér Chuck E“

Handtóku mús fyrir fjársvik og skjalafals – „Komdu með mér Chuck E“