Lionel Messi verður án félags þegar dagurinn er á enda ef hann skrifar ekki undir hjá Barcelona í dag, samningur hans er á enda.
7478 dagar eru frá því að Messi gekk í raðir Barcelona og hefur hann síðan þá verið samningsbundinn félaginu.
Viðræður um nýjan samning hafa staðið lengi yfir en samkomulag er ekki í höfn, fjölmiðlar á Spáni kalla þetta Messi daginn.
Messi skrifaði síðast undir samning við Barcelona árið 2017 en hann er nú á enda. Möguleiki er á að Messi fari í annað félag en flestir telja að hann fari ekki fet.
„Messi: Í kvöld er hann frjáls maður,“ segir á forsíðu Marca.