Þrír voru handteknir í nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.
Á áttunda tímanum í gærkvöldi var ekið á ljósastaur í austurborginni. Engin alvarleg slys hlutust af.
Á níunda tímanum í gærkvöldi var maður handtekinn í austurborginni grunaður um fíkniefnamisferli. Hann var látinn laus að skýrslutöku lokinni.
Um klukkan tvö í nótt var maður handtekinn í austurborginni vegna gruns um brot á vopnalögum. hann var vistaður í fangageymslu.
Skömmu fyrir klukkan fimm í nótt var tilkynnt um innbrot í bílskúr í austurborginni og þjófnað á hlaupahjóli. Ekki er vitað hver var að verki.