16-liða úrslitum EM 2020 lauk nú fyrir stuttu þegar Úkraína sló Svíþjóð úr leik. Nú er ljóst hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum.
Gríðarlega sterkar þjóðir eru haldnar heim á leið nú þegar. Stærsta viðureignin í 8-liða úrslitunum verður að teljast vera leikur Belga og Ítala.
Englendingar, sem margir fylgjast með hér heima, mæta Úkraínu.
8-liða úrslitin í heild sinni
Belgía-Ítalía
Sviss-Spánn
Tékkland-Danmörk
Úkraína-England