fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
433Sport

EM 2020: Úkraína skoraði seint í framlengingu og fer áfram

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 29. júní 2021 21:36

Artem Dovbyk. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraína fór í kvöld í 8-liða úrslit EM 2020 eftir sigur á Svíþjóð í framlengdum leik.

Leikurinn fór rólega af stað. Fjör færðist í leikinn þegar líða tók á fyrri hálfleikinn. Oleksandr Zinchenko kom Úkraínu yfir á 27. mínútu leiksins.

Úkraínumenn stýrðu ferðinni fram að jöfnunarmarki Svía á 43. mínútu. Þá skoraði Emil Forsberg af löngu færi. Boltinn hafði þó viðkomu í varnarmann Úkraínu. Staðan í hálfleik var 1-1.

Bæði lið komust nálægt því að skora nokkrum sinnum í seinni hálfleik. Þeim tókst það hins vegar ekki og því þurfti að fara í framlengingu.

Eftir tæpar tíu mínútur af framlengingu fékk Marcus Danielson, leikmaður Svíþjóðar, rautt spjald fyrir ljótt brot á Artem Biesiedin. Dómarinn notaðist við VAR til að komast að niðurstöðunni.

Einum fleiri fundu Úkraínumenn sigurmark seint í framlengingunni, nánar til tekið á 121. mínútu. Þá skoraði Artem Dovbyk eftir frábæra fyrirgjöf frá Zinchenko. Lokatölur 2-1 fyrir Úkraínu.

Úkraína mætir Englandi í 8-liða úrslitum. Svíar eru á heimleið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mögulega fastur hjá sínu félagsliði út tímabilið

Mögulega fastur hjá sínu félagsliði út tímabilið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Horfðu á Áramótabombu Íþróttavikunnar – Kristján Óli fer um víðan völl

Horfðu á Áramótabombu Íþróttavikunnar – Kristján Óli fer um víðan völl
433Sport
Í gær

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah sá fyrsti í sögunni

Salah sá fyrsti í sögunni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Amorim virðist áhyggjufullur: ,,Við munum lenda í vandræðum“

Amorim virðist áhyggjufullur: ,,Við munum lenda í vandræðum“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Glódís og Hákon valin best

Glódís og Hákon valin best
433Sport
Fyrir 3 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman