fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

EM 2020: Úkraína skoraði seint í framlengingu og fer áfram

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 29. júní 2021 21:36

Artem Dovbyk. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraína fór í kvöld í 8-liða úrslit EM 2020 eftir sigur á Svíþjóð í framlengdum leik.

Leikurinn fór rólega af stað. Fjör færðist í leikinn þegar líða tók á fyrri hálfleikinn. Oleksandr Zinchenko kom Úkraínu yfir á 27. mínútu leiksins.

Úkraínumenn stýrðu ferðinni fram að jöfnunarmarki Svía á 43. mínútu. Þá skoraði Emil Forsberg af löngu færi. Boltinn hafði þó viðkomu í varnarmann Úkraínu. Staðan í hálfleik var 1-1.

Bæði lið komust nálægt því að skora nokkrum sinnum í seinni hálfleik. Þeim tókst það hins vegar ekki og því þurfti að fara í framlengingu.

Eftir tæpar tíu mínútur af framlengingu fékk Marcus Danielson, leikmaður Svíþjóðar, rautt spjald fyrir ljótt brot á Artem Biesiedin. Dómarinn notaðist við VAR til að komast að niðurstöðunni.

Einum fleiri fundu Úkraínumenn sigurmark seint í framlengingunni, nánar til tekið á 121. mínútu. Þá skoraði Artem Dovbyk eftir frábæra fyrirgjöf frá Zinchenko. Lokatölur 2-1 fyrir Úkraínu.

Úkraína mætir Englandi í 8-liða úrslitum. Svíar eru á heimleið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

KSÍ myndi þiggja fleiri hendur á dekk

KSÍ myndi þiggja fleiri hendur á dekk
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA
433Sport
Í gær

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar
433Sport
Í gær

Arsenal ákvað að hætta við Sesko af einni ástæðu

Arsenal ákvað að hætta við Sesko af einni ástæðu
433Sport
Í gær

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“