Gary Lineker, knattspyrnusérfræðingur með meiru, segist nú hættur að nota frasann ,,Fótbolti er einfaldur leikur. 22 menn elta bolta í 90 mínútur og á endanum vinna Þjóðverjar.“
Þetta sagði Lineker fyrst á HM 1990 á Ítalíu eftir að Þjóðverjar höfðu slegið landslið Englands út. Lineker lék þá með Englandi.
Frasinn hefur lifað ágætlega, enda Þjóðverjar lengi verið ansi sterk knattspyrnuþjóð.
Eftir sigur Englands gegn Þýskalandi í 16-liða úrslitum EM 2020 í dag hefur Lineker hins vegar ákveðið að tími sé kominn til þess að hætta að nota frasann.
,,Það er kominn tími til að hvíla frasann um að Þjóðverjarnir vinni alltaf. Hvíldu í friði,“ skrifaði Lineker á Twitter í kvöld.
I think it’s time ‘the German always win’ phrase was put to bed. Rest in peace. 🙌🏻
— Gary Lineker 💙 (@GaryLineker) June 29, 2021