fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Pepsi Max-deild kvenna: Þrjú víti fóru forgörðum í Vestmannaeyjum – Markalaust á Akureyri

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 29. júní 2021 19:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir hafa farið fram í 8. umferð Pepsi Max-deildar kvenna það sem af er kvöldi.

Illa farið með vítin er Þróttur vann ÍBV

ÍBV tók á móti Þrótti Reykjavík á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Leiknum lauk með sigri Þróttar.

Delaney Baie Pridham kom heimakonum yfir á 25. mínútu. Hún fékk tækifæri til að tvöfalda forystu síns liðs af vítapunktinum í lok fyrri hálfleiks en Íris Dögg Gunnarsdóttir í marki Þróttar varði.

Linda Líf Boama jafnaði fyrir Þrótt snemma í seinni hálfleik. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir kom gestunum yfir þegar um tíu mínútur lifðu leiks. Hún fékk þá víti, sem henni tókst ekki að skora úr, hún fylgdi hins vegar eftir og kom boltanum í markið.

ÍBV fékk enn eitt vítið í blálokin. Þá steig Liana Hinds á punktinn en tókst ekki að skora. Lokatölur 1-2 fyrir gestina.

Þróttur er í fjórða sæti deildarinnar með 12 stig. ÍBV er í sjöunda sæti með 9 stig.

Markalaust fyrir norðan

Þór/KA og Fylkir gerðu jafntefli í fremur bragðdaufum leik á Akureyri.

Fylkir er í áttunda sæti deildarinnar með 9 stig. Þór/KA er sæti neðar með stigi minna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

KSÍ myndi þiggja fleiri hendur á dekk

KSÍ myndi þiggja fleiri hendur á dekk
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA
433Sport
Í gær

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar
433Sport
Í gær

Arsenal ákvað að hætta við Sesko af einni ástæðu

Arsenal ákvað að hætta við Sesko af einni ástæðu
433Sport
Í gær

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“