fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

EM 2020: England sló Þýskaland úr leik – Grealish kom inn á og hafði mikil áhrif

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 29. júní 2021 17:57

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

England sló Þýskaland úr leik í 16-liða úrslitum EM 2020 í dag. Leikið var á Wembley.

Liðin héldu spilunum þétt að sér í fyrri hálfleik. Timo Werner fékk besta færi hans þegar hann slapp einn í gegn en Jordan Pickford varði vel frá honum.

Seinni hálfleikur var líka rólegur lengi vel. Á 70. mínútu kom Jack Grealish inn af bekknum og átti það eftir að breyta miklu.

England komst yfir á 75. mínútu. Þá fann Grealish Luke Shaw úti vinstra megin, hann renndi honum fyrir þar sem Raheem Sterling kom með frábært hlaup og skoraði.

Sterling skorar mark sitt. Mynd/Getty

Stuttu síðar fékk Thomas Muller algjört dauðafæri til að jafna leikinn. Sterling átti þá hræðilega sendingu til baka sem varð þess valdandi að Muller slapp í gegn. Þjóðverjinn skaut þó framhjá.

Harry Kane gerði út um leikinn á 86. mínútu. Hann skoraði þá með skalla eftir sendingu Grealish. Lokatölur 2-0.

Englendingar fara áfram í 8-liða úrslit. Þar mæta þeir Svíðþjóð eða Úkraínu. Þýskaland er úr leik. Þetta var síðasti leikur Joachim Low sem stjóri liðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Í gær

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu