Maður sem er ótrúlega líkur Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, var í miklu stuði í Lundúnum fyrir leik Englands og Þýskalands í dag.
Maðurinn hafði verið settur á háhest. Þar hélt hann á bjór, söng og trallaði.
Það er í raun magnað hversu líkur maðurinn er þýska stjóranum. Honum virðist ekki þykja það leiðinlegt. Hann er með svipað skegg og stjórinn, með gleraugu og í dag var hann einnig í Liverpool-galla, eins og sá sem Klopp er gjarnan í á hliðarlínunni.
Myndband af manninum má sjá hér fyrir neðan.
Jurgen Klopp's lookalike is enjoying the build-up to England v Germany…#EURO2020 pic.twitter.com/U3kowcpLvE
— Amazon Prime Video Sport (@primevideosport) June 29, 2021