England mætir Þýskalandi í 16 liða úrslitum Evrópumótsins á Wembley klukkan 16:00 í dag. Búast má við jöfnum og spennandi leik.
Enskir fjölmiðlar eru byrjaðir að ræða byrjunarlið dagsins og telja sig hafa öruggar upplýsingar um það að Gareth Southgate stilli upp í 3-4-3 kerfið sem hann notaði á HM í Rússlandi árið 2018.
Jose Mourinho hefur valið byrjunarliðið sem hann myndi stilla upp og hann færi í sama kerfi og Southgate er nú sagður íhuga.
Hann myndi spila með Reece James sem hægri vængbakvörð en flestir telja að Kieran Trippier verði þar í kvöld.
Mourinho myndi svo velja Jack Grealish í byrjunarliðið en það væri hans annar leikur í byrjunarliðinu á mótinu.
Byrjunarliðið sem Mourinho myndi velja má sjá hér að neðan.