Ekkert verður að því að Adana Demirspor í Tyrklandi klófesti Birkir Bjarnason. Frá þessu segja fjölmiðlar þar í landi og þar kennir forseti félagsins, unnustu Birkis um stöðu mála. Unnusta Birkis er fyrirsætan Sophie Gordon.
Birkir hefur undanfarið leikið með Brescia á Ítalíu en samningur hans þar í landi er á enda í lok mánaðarins Adana Demirspor var að koma upp í úrvalsdeildina í Tyrklandi og vildi semja við íslenska miðjumanninn.
Birkir er 33 ára gamall en hann hefur spilað í Noregi, Sviss, Englandi, Katar, Belgí og á Ítalíu. Birkir kom til Tyrklands á dögunum og allt leit vel út.
„Birkir kom til Adana með kærustu sinni, þau fengu sér kebab og allt virtist í blóma. Svo var kærastan til vandræða, við buðum þeim að búa í Istanbul ef þau vildu ekki búa í Adana. Þrátt fyrir það hafnaði Birkir þessu,“ sagði Murat Sancak forseti félagsins við fjölmiðla þar í landi.
Adana er í virðæðum við nokkur stór nöfn en má þar nefna Jose Fonte og Mario Balotelli en ólíklegt er að Birkir sem hefur verið einn besti leikmaður Íslands í áratug fari til félagsins.
Adana Demirspor Başkanı Murat Sancak: "Birkir Bjarnason, sevgilisiyle Adana'ya geldi. Kebap yediler. Her şey güzeldi. Sonra sevgilisi sorun çıkardı. Adana'ya gelmek istemiyorsan İstanbul'dan ev tutalım dedik. Yine de kabul etmedi." (D-Smart)
— Deportes Reports (@DeportesReports) June 28, 2021