England mætir Þýskalandi í 16 liða úrslitum Evrópumótsins á Wembley klukkan 16:00 í dag. Búast má við jöfnum og spennandi leik.
Enskir fjölmiðlar eru byrjaðir að ræða byrjunarlið dagsins og telja sig hafa öruggar upplýsingar um það að Gareth Southgate stilli upp í 3-4-3 kerfið sem hann notaði á HM í Rússlandi árið 2018.
Á þessu móti hefur Southgate spilað með fjögurra manna varnarlínu en ætlar að breyta til. Ensk blöð telja sig vera með byrjunarliðið á hreinu.
Miðlarnir eru þó ekki sammála um það hvort Bukayo Saka eða Phil Foden byrji í fremstu víglínu með Harry Kane og Raheem Sterling.
Það virðist vera eina spurningarmerkið fyrir kvöldið en Saka var frábær í síðasta leik liðsins þegar Foden var hvíldur vegna gulra spjalda.