Stuðningsmenn Englands eru vel spenntir fyrir viðureign dagsins þar sem England og Þýskaland mætast í 16 liða úrslitum Evrópumótsins.
Fjöldi Englendinga tekur sér frí frá vinnu í dag og var fjöldinn allur mættur á knæpur landsins klukkan 07:00 í gær.
Fjölmennt var á Big Tree knæpunni í Sheffield snemma í morgun og byrjað að fá sér söngvatnið góða.
„Við ætlum að hringja okkur inn veika í vinnu,“ sagði einn laufléttur stuðningsmaður enska liðsins í beinni á Sky Sports klukkan 07:11 þegar hann var byrjaður á fyrsta bjór dagsins, ætla má að þeir verði fleiri.
Leikurinn í dag hefst klukkan 16:00 en ríkistjórn Bretlands hefur biðlað til fyrirtækja að hleypa fólki fyrr heim úr vinnu til að horfa á leikinn.