fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
433Sport

Pepsi Max-deild karla: FH gerði jafntefli við KA í fyrsta deildarleik Óla Jó

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 27. júní 2021 18:07

Jonathan Hendrickx. Mynd/KA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FH og KA mættust í skemmtilegum leik í 10. umferð Pepsi Max-deildar karla í dag. Jafntefli varð niðurstaðan.

FH fékk víti eftir 20 mínútna leik þegar Brynjar Ingi Bjarnason braut á Birni Daníel Sverrissyni innan teigs. Steven Lennon fór á punktinn og skoraði. Staðan í hálfleik var 1-0.

Dusan Brkovic, varnarmaður KA, fékk rautt spjald um miðjan seinni hálfleik fyrir að brjóta á Ágústi Eðvald Hlynssyni sem aftasti maður.

Þrátt fyrir þetta tókst KA að jafna á 75. mínútu. Þá skoraði Jonathan Hendrickx gegn sínum gömlu félögum eftir sendingu frá Ásgeiri Sigurgeirssyni.

Hvorugu liðinu tókst að finna sigurmark. Lokatölur í Kaplakrika 1-1.

KA er í þriðja sæti deildarinnar með 17 stig eftir níu leiki. Þeir eru 6 stigum á eftir toppliði Vals og eiga leik til góða.

FH er í sjötta sæti með 12 stig eftir tíu leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina
433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi
433Sport
Í gær

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum
433Sport
Í gær

Breiðablik fer til Serbíu

Breiðablik fer til Serbíu
433Sport
Í gær

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi
433Sport
Í gær

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“